Sólarsellur
Ásco hefur selt og þjónustað sólarsellur frá Victron Energy í mörg ár.
Við búum því að reynslu og þekkingu á búnaðinum og kappkostum að bjóða lausnir sem endast og skila því sem ætlast er til.
Við ráðleggjum ykkur með kaup á sólarsellum og fylgibúnaði m.v. notkunarþörf og aðstæður. Við eigum einnig lausnir í lýsingu og rafbúnaði.
Sólarsellur eru mest notaðar af ferðafólki til lýsinga í ferðavögnum hvers konar, sumarhúsum og til hleðslu rafgeyma víða um land.
Við bjóðum upp á sólarsellur í 3 gæðaflokkum til að koma til móts við ólíkar þarfir og óskir viðskiptavina okkar.
1. Flokkur
Öflugustu sellurnar á markaðnum.
Mestu afköstin m.v. flatarmál, lengsti líftíminn.
Henta þar sem mestu gæða er krafist, heils árs notkun.
2. Flokkur
Lang vinsælustu sellurnar, nú á lækkuðu verði.
Með sama eða meiri líftíma og húsbílar og vagnar og henta því prýðilega til þeirra nota, sumarnotkun.
3. Flokkur
Þunnar sveigjanlegar sólarsellur, sem þola hnjask ágætlega.
Vinsælar á fellihýsi, í tjaldvagna, rafmagnsgirðingar ofl. óregluleg notkun.
Húsvagnar
Sellurnar henta prýðilega á húsbíla og vagna vegna gæða þeirra, styrks og langs líftíma. Þær eru til í stærðum frá 10-300W og festast gjarnan með því að límast niður á rammann eða í mismunandi gerðir festinga.
Sumarhús
Hágæða sólarsellur fyrir heils-árs notkun.
Við flytjum inn 1. flokk sólarsella frá Ítalíu og Þýskalandi.
Þær eru af 5. kynslóð sólarsella, í álramma með gleryfirborði og eru ekki eins háðar beinu sólskini og eldri gerðir.
Bátar og fl.
Þunnar, vatnsheldar sólarsellur með epoxy yfirborði en ýmist með plast- eða gúmmíundirlagi. Nýtast m.a. vel á kúpt eða óreglulegt undirlag þar sem hægt er að líma þær niður eða festa til bráðabirgða.