Bílarafmagn er okkar

sérgrein

Ásco er leiðandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í bílarafmagni og veitir áreiðanlega lausnir fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Með áratuga reynslu og framúrskarandi þjónustu tryggir ASCO að rafkerfi ökutækja séu í toppstandi, hvort sem um ræðir viðgerðir, viðhald eða sérhæfðar uppsetningar.

Bílarafmagn er okkar sérgrein

Ásco er leiðandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í bílarafmagni og veitir áreiðanlegar lausnir fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Með áratuga reynslu og framúrskarandi þjónustu tryggir ASCO að rafkerfi ökutækja séu í toppstandi, hvort sem um ræðir viðgerðir, viðhald eða sérhæfðar uppsetningar.

Ásco tekur vel á móti þér

  • Meira en áratugs reynsla

  • Snögg og örugg þjónusta

  • Gæða varahlutir

Um okkur

ASCO ehf. var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi sérhæft sig í bílarafmagni. Árið 1999 var fyrirtækið breytt í einkahlutafélag, og árið 2009 urðu eigandaskipti þegar Hörður Ingólfsson keypti fyrirtækið af Skarphéðni Sigtryggsyni, sem lét þá af störfum.

Í kjölfar eigendaskiptanna var innflutningur á störturum og alternatorum aukinn verulega, sem hefur leitt til margföldunar á veltu fyrirtækisins. ASCO ehf. hefur með þessu styrkt stöðu sína sem leiðaImagendi aðili á sínu sviði.

Starfsfólk ASCO kappkostar að veita afburða þjónustu og tryggir að viðskiptavinir fái vandaðar lausnir og áreiðanlega þjónustu fyrir öll bílarafmagnsverkefni. Við leggjum áherslu á gæði, fagmennsku og að mæta þörfum viðskiptavina okkar á sem bestan hátt.

Vörur og þjónustur

Við bjóðum upp á

Með áherslu á gæði, nákvæmni og ánægju viðskiptavina bjóðum við þér að kynna þér þjónustu okkar og upplifa fagmennsku í bílarafmagni á nýjan hátt

Eðal Hljóðkerfi

Við bjóðum upp á uppsetningu á nýjum hátalarkerfum, Sérsniðnar lausnir fyrir þínar þarfir. Viðhald og viðgerðir.

Tryggjum hámarks hljómgæði og virkni. Samþættingu við nýjustu tækni, Bluetooth, snjallsímastýringar og margmiðlunarkerfi.

Þjónustan okkar er unnin af sérfræðingum með mikla reynslu og áherslu á gæði. Við kappkostum að veita persónulega og fljóta þjónustu sem uppfyllir væntingar viðskiptavina okkar. Láttu okkur sjá um að taka hljóðkerfi ökutækisins þíns á næsta stig!

Sólarsellur

Ásco hefur selt og þjónustað sólarsellur frá Victron Energy í mörg ár. Við búum því að reynslu og þekkingu á búnaðinum og kappkostum að bjóða lausnir sem endast og skila því sem ætlast er til. Við ráðleggjum ykkur með kaup á sólarsellum og fylgibúnaði m.v. notkunarþörf og aðstæður. Við eigum einnig lausnir í lýsingu og rafbúnaði. Sólarsellur eru mest notaðar af ferðafólki til lýsinga í ferðavögnum hvers konar, sumarhúsum og til hleðslu rafgeyma víða um land. Við bjóðum upp á sólarsellur í 3 gæðaflokkum til að koma til móts við ólíkar þarfir og óskir viðskiptavina okkar.

Almennar Viðgerðir

Hjá Ásco ehf. sérhæfum við okkur í viðgerðum á alternatorum og startmótorum fyrir öll ökutæki, allt frá bílum og vörubílum til vinnuvéla og báta. Við tryggjum áreiðanleika og gæði með faglegri þjónustu sem er bæði hagkvæm og skilvirk.Þjónustan okkar inniheldur:Greining og bilanaleit: Nákvæm greining á vandamálum til að tryggja rétta lausn.Viðgerðir og uppgerðir: Viðgerðir á slitnum eða biluðum hlutum, ásamt uppfærslu á lykilíhlutum til að auka endingu.Skiptimöguleikar: Ef viðgerð er ekki möguleg, bjóðum við nýja eða endurgerða alternatora og startmótora með ábyrgð.

Rafgeymar

Ásco ehf. sérhæfir sig í sölu og þjónustu á rafgeymum fyrir bíla, vörubíla, vinnuvélar og báta. Við bjóðum hágæða rafgeyma frá traustum framleiðendum og tryggjum faglega uppsetningu og áreiðanlegt rafkerfi. Þjónustan okkar felur í sér: Sölu, uppsetningu og mælingu á rafgeymum. Endurhleðslu og ráðgjöf fyrir lengri endingu.

Umsagnir

Kamil

Framúrskarandi þjónusta sem ég fékk frá Ásco um verslunarmannahelgina með guttana mína í ferðalagi. Bíllinn bilaður og þeim tókst að skaffa mér alternator úr bænum samdægurs. Björguðu okkur alveg á mettíma! Takk fyrir okkur.

David

Very professional. I had a mechanical electrical problem with a rental Camper van. The only solution that the Nordic Car Rental company offered me was for me to take it to the workshop myself. They left the van perfect, very fast and efficient.

Þú finnur okkur hér!

Glerárgata 34b, 600 Akureyri, Iceland